ER BÍLLINN
ÓHREINN?
Áskriftarkerfi Löðurs
Í samstarfi við Parka bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á ótakmarkaðan bílaþvott.
Áskriftin er virk á völdum stöðvum en þar af eru flestar snertilausar stöðvar og fjórar mannaðar þvottastöðvar.
Til þess að skrá sig í áskrift þarf að vera búið að setja upp Parka appið í símann. Í framhaldi þarf að fylgja nokkrum skrefum til að klára uppsetningu og velur viðskiptavinur þá þjónustu sem hentar best fyrir sig.
Áskriftarkerfið er frábær leið fyrir þá sem vilja huga vel að bílnum sínum á einfaldan og fljótlegan máta.
- Skrá bílnúmer og greiðslukortaupplýsingar.
- Þegar keyrt er að stöð les myndavélabúnaður bílnúmeraplötuna
- Hurð opnast sjálfkrafa og viðskiptavinur keyrir í gegnum þvotta ferli
- Parka sér um að afgreiða sjálfvirka greiðslu í kjölfarið.
Hægt er að velja um tvenns konar áskriftarleiðir á völdum þvottastöðvum.
- Snertilaus á 6.900 kr.-
- Snertilaus og svampbursta á 9.900 kr.-
50% afsláttur fæst af bíl númer tvö.
Náðu í Parka appið hér að neðan.
Tvær nýjar snertilausar þvottastöðvar á Fiskislóð, Granda
Við höfum opnað tvær nýjar snertilausar þvottastöðvar á Fiskislóð 29, Granda. Stöðvarnar eru opnar allan sólarhringinn og taka á móti bílum upp að 2,1 metra á hæð.
Hægt er að nýta áskriftarkerfi Löðurs í þvottastöðvunum ásamt því að greiða með öllum helstu kortum, Apple og Google Pay, í Löður appinu og í Parka appinu fyrir áskriftarkerfi Löðurs.
Kynntu þér áskriftina nánar hér.

Við höfum opnað á Akureyri
Eftir mikla eftirvæntingu höfum við opnað nýja og glæsilega snertilausa stöð á Grímseyjargötu á Akureyri.
Stöðin er opin allan sólarhringinn og tekur á móti bílum upp að 2,1 metra á hæð.
Hægt er að nýta áskriftarkerfi Löðurs í þvottastöðinni ásamt því að greiða með öllum helstu kortum, Apple og Google Pay, í Löður appinu og í Parka appinu fyrir áskriftarkerfi Löðurs.
Kynntu þér áskriftina nánar hér.
Hlökkum til að taka á móti ykkur í lööðrandi stuði!
Ný Löðurstöð í Fellsmúla 28
Við höfum opnað nýja snertilausa þvottastöð í Fellsmúla 28, 108 Reykjavík. Stöðin er opin allan sólarhringinn og tekur á móti bílum upp að 2,1 metra á hæð.
Hægt er að nýta áskriftarkerfi Löðurs í þvottastöðinni ásamt því að greiða með öllum helstu kortum, Apple og Google Pay, í Löður appinu og í Parka appinu fyrir áskriftarkerfi Löðurs.
Kynntu þér áskriftina nánar hér.
Sjáumst í löööðrandi stuði!

Ný þvottagöng á Vesturlandsvegi
Löður hefur tekið í notkun nýja bílaþvottastöð við Vesturlandsveg hjá Grjóthálsi. Um að ræða mannaða svampburstastöð sem er opin frá kl. 8:00–19:00 alla daga vikunnar, ásamt snertilausri stöð sem er opin allan sólarhringinn.
Svampburstastöðin tekur á móti bílum upp að 2,1 metra á hæð og getur afkastað allt að 60–70 bílum á klukkustund. Við ætlum svo að taka regnbogaþvottinn í gagnið að nýju sem krakkarnir elska og kalla gjarnan „froðudiskó“ þegar sápan freyðir um bílinn í öllum regnbogans litum.
Á nýju bílaþvottastöðinni er að venju samkvæmt boðið upp á allar áskriftarleiðir Löðurs auk þess sem hægt er að borga fyrir þvottinn með símanum í Löður-appinu, með Apple Pay, Google Pay og Parka appinu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Ný Löðurstöð á Einhellu
Snertilaus þvottastöð, trukka- og rútuþvottastöð og þvottabás.
Mikill fögnuður er við opnun á nýrri þvottastöð Löður í Hafnarfirði en þar hefur opnað trukkastöð fyrir bíla af öllum stærðum og gerðum ásamt snertilausri þvottastöð og þvottabás.
Trukkastöðin getur tekið á móti bílum allt að 4,26m á hæð þar sem hægt er að velja á milli ýmsa þvotta eftir þörfum. Hægt er að fá skol, burstaþvott á einni (eða öllum hliðum) eða fullan sápuþvott með eða án tjöruhreinsi. Við tökum á móti rútum, húsbílum, stærri bílum, vörubílum og sendiferðabílum.
Trukkastöðin er opin alla virka daga frá 8:00 - 19:00 og um helgar frá 10:00 - 18:00.
Snertilausa þvottastöðin er opin 24/7 og tekur bíla allt að 2,1m á hæð. Þar er einnig hægt að nýta áskriftarmöguleika Löðurs.
Eins er hægt að nýta sér sjálfsafgreiðslubás okkar á Einhellu sem er opin allan sólarhringinn og tekur bíla allt að 3,1 m á hæð.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Löður appið
Borgaðu snertilaust beint úr bílnum
Notaðu Löður appið til að greiða fyrir þvott í snertilausar stöðvar Löðurs og/eða í sjálfsafgreiðslubásum. Hægt er að velja stöð eða bás í appinu og greiða beint án þess að fara út úr bílnum eða að greiðsluvél. Þetta er einfalt og þægilegt með því annað hvort að setja greiðslukort í appið eða viðskiptakort Löðurs. Einnig má sleppa því alveg að setja kort inn í appið og nota það einungis til að velja þvottinn og greiða beint með Apple Pay í símanum. Sjá skilmála
hér.

Hér erum við
Starfræktar eru 13 stöðvar á landinu: ein á Akureyri, ein í Reykjanesbæ, ein í Vestmannaeyjum og 9 á höfuðborgarsvæðinu.
Löður er með fimm mannaðar stöðvar, svampburstastöð á Fiskislóð 29, 101 Reykjavík, svampburstastöð á Fitjum, 260 Reykjanesbæ, snertilausa þvottastöð á Dalvegi 22, 201 Kópavogi, svampburstastöð á Vesturlandsvegi, 110 Reykjavík og trukkaþvottastöð á Einhellu 1a, 221 Hafnarfirði.
Fyrirtækjaþjónusta Löður
Aktu hreint til verks á merktum bíl
Við vitum hversu mikilvægt það er að koma hreint fram á merktum bíl. Við bjóðum því upp lægra verð á bílaþvotti fyrir fyrirtæki.
Fréttir & fróðleikur
