Í samstarfi við Parka bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á tvær nýjar þjónustuleiðir.
Þjónustuleiðirnar eru annars vegar áskriftarleið Löðurs og svo Keyrt og Kvitt. Áskriftin er virk á völdum stöðvum en þar af eru flestar snertilausar stöðvar og fjórar mannaðar þvottastöðvar.
Til þess að skrá sig í aðra hvora þjónustuleiðina þarf að vera búið að setja upp Parka appið í símann. Í framhaldi þarf að fylgja nokkrum skrefunum til að klára uppsetningu og velur viðskiptavinur þá þjónustu sem hentar best fyrir sig.
Þjónustuleiðirnar eru frábærar leiðir fyrir þá sem vilja huga vel að bílnum sínum á einfaldan og fljótlegan máta.
Hægt er að velja um tvenns konar áskriftarleiðir á völdum þvottastöðvum.
50% afsláttur fæst af bíl númer tvö.
Í gegnum Keyrt og kvitt er eingöngu greitt fyrir þau skipti sem þjónustan er nýtt samkvæmt verðskrá Löðurs.
Hægt er að lesa skilmála um áskriftarleið
hér.
Hér að neðan getur þú sótt Parka appið fyrir bæði iPhone (iOS) og Android síma.
Áskriftarkerfi Löðurs býður upp á tvær leiðir á völdum þvottastöðvum.
Annarsskonar snertilaus áskrift á 6.900kr. Í Bæjarlind, Einhellu, Faxastíg, Fellsmúla, Hagasmára, Skúlagötu, Grímseyjargötu og Vesturlandsvegi.
Hinsvegar snertilaus og svampbursta áskrift upp á 9.900kr. Í Bæjarlind, Einhellu, Dalvegi, Faxastíg, Fitjum, Hagasmára, Skúlagötu og Vesturlandvegi.
Keyrt og kvitt er virkt á 12 völdum stöðvum.
Svampburstastöðvum á Dalvegi, Fiskislóð og Fitjum.
Snertilausar stöðvar í Bæjarlind, Einhellu, Faxastíg, Fellsmúla, Hagasmára, Skúlagötu, Grímseyjargötu og Vesturlandsvegi.
Mánaðarleg áskrift með aðgang að sjö snertilausum stöðvum kostar 6.900kr. en mánaðarleg áskrift með aðgang að sjö snertilausum stöðvum og þremur svampburstastöðvum kostar 9.900kr.
Það kostar ekkert að vera skráð/ur í Keyrt og kvitt hjá Löðri í gegnum Parka appið. Viðskiptavinir eru aðeins rukkaðir fyrir þau skipti sem þvottaþjónusta er nýtt.
Keyrt og kvitt er sjálfvirk lausn þar sem bílaþvotturinn er sjálfvirkjaður með bílnúmeralestri.
Myndavélakerfi Löðurs les bílnúmerið á 9 völdum stöðvum og Parka sér um að afgreiða sjálfvirka greiðslu fyrir þau skipti sem þvottaþjónustan er nýtt.
Mikill áhugi er fyrir að setja upp áskriftarkerfi og Keyrt og kvitt á allar stöðvar en ákveðið var að byrja með sjö snertilausar stöðvar og tvær svampburstastöðvar. Við vonumst til að geta sett upp lausnirnar á allar þvottastöðvar Löðurs í framtíðinni.
Hægt er að skrá einn aukabíl við hverja skráða áskrift með 50% afslætti.
Gullþvottur inniheldur tjöruhreinsi en silfurþvottur er án tjöruhreinsi.
Já, það er ekkert mál. Inn í appinu getur þú uppfært skráningu. Ef þú lendir í vandræðum er best að heyra í þjónustuveri Löðurs í síma 568 000 eða lodur@lodur.is
Viðskiptavinir skráðir í áskrift hafa ótakmarkað aðgengi að þvottastöðvum þar sem áskriftarkerfið er virkt. Þó þarf að bíða í 10 mín á milli þvotta.
Ef myndavélin opnar ekki hliðið þá er hægt að farið inn í Parka appið og þar kemur „popp upp“ gluggi sem hægt er að ýta á: „Ég er næst/ur inn, opna hliðið“ . Þá ætti hliðið að opnast.
Nei, því miður er ekki hægt að breyta bílnúmeri á mínum síðum. Hafðu samband við þjónustuver fyrir frekar aðstoð í síma 568 0000 eða lodur@lodur.is.
Ef myndavélin opnar ekki hliðið þá er hægt að farið inn í Löður appið og þar kemur „popp upp“ gluggi sem hægt er að ýta á: „Ég er næst/ur inn, opna hliðið“ . Þá ætti hliðið að opnast.
Getur verið að þú hafir verið á öðrum bíl en sá sem er skráður í áskrift? Hægt er að virkja aukabíl á 50% afslætti í áskrift.
Ef þetta skýrir ekki rukkun biðjum við þig að hafa samband við þjónustuver í síma 568 0000 eða lodur@lodur.is.
Þú hefur ótakmarkaðan aðgang að þvotti í gegnum áskriftina en við viljum heyra frá þér. Við hvetjum þig til að senda okkur staðsetningu sem þú fékkst þvottinn og við könnum vélarnar hjá okkur.
Ef þú varst í „Keyrt og kvitt“ hvetjum við þig til að taka mynd af bílnum og skrifa okkur upplýsingar á hvaða stöð þú fórst í bílaþvott, vinsamlegast sendu þessar upplýsingar á lodur@lodur.is og við heyrum í þér við fyrsta tækifæri.
Áskriftin virkjast um leið og þú hefur skráð þig í áskrift með greiðslukorti.
Ekki er hægt að virkja áskrift fram í tímann eins og er.
Löður er í samstarfi með Parka varðandi snertilausar greiðslur í gegnum Parka appið. Viðskiptavinir skráðir í snertilaust greiðsluferli fá þess vegna rukkun frá Parka.
Einstaklingar geta séð yfirlit og sótt kvittanir inn á mínum síðum hjá Parka ef verslað var í
snertilausum greiðslum gegnum Parka appið. Ef greitt var með Löður appi er hægt að sjá upplýsingar á mínum síðum í Löður appi.
Fyrirtæki í áskrift fá einn reikning í lok mánaðar frá Parka.
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19