Við berum öll sameiginlega ábyrgð á okkar nánasta umhverfi. Hjá Löðri kappkostum við að minnka kolefnisspor fyrirtækisins eins og kostur er. Við leggjum okkur fram við að gera bílaþvottastöðvar okkar eins umhverfisvænar og frekast er unnt.
Okkar helsta markmið er að skilja eftir betri jörð fyrir komandi kynslóðir. Við munum reyna að standa okkur betur í dag en í gær með því að velja umhverfisvænni kosti fram yfir aðra kosti. Löður mun vinna markvisst að því að nota umhverfisvænar lausnir í framtíðinni.
Olíu- og sandskiljur eru á öllum þvottastöðvum Löðurs til að tryggja að olía eða olíumengað vatn, sandur og önnur spilliefni berist ekki út í umhverfið. Með því að þvo bílinn á bílaþvottastöð er ekki verið að menga grunnvatnið í kringum okkur. Við erum að taka fyrstu skrefin og viljum þess vegna upplýsa um mikilvægi þess að fanga spilliefni áður en þau fara í frárennsliskerfið okkar. Úrgangurinn sem myndast í skiljunum er sogaður upp og honum fargað af viðurkenndum móttökuaðilum. Ávinningurinn fyrir okkar viðskiptavini er umhverfisvænni bílaþvottur.
Löður stefnir á að vera meðal fremstu fyrirtækja á Íslandi sem ná árangri í umhverfisvænni starfsemi. Löður flokkar allt til endurvinnslu; plast sem til fellur vegna starfsemi Löðurs er endurunnið hjá Pure North. Þegar bíll er þveginn hjá okkur er aðeins notaður þriðjungur af því vatni sem notað er við þvott á bíl með kústi á þvottaplani.
Okkar stefna er að bjóða upp á umhverfisvænan þvott á þvottastöðvum Löðurs og vinnum við náið með framleiðendum við að finna bestu mögulegu lausnir varðandi þvottaefni fyrir íslenskar aðstæður.
Um Löður
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19
Um Löður
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19