*Skilmálar þessir voru gefnir út 1. janúar 2025 og taka gildi samdægurs en samhliða féll eldri persónuverndarstefna Löðurs úr gildi.
Almennt
Stefna þessi tekur til meðferðar Löðurs ehf., kt. 680319-0730, Fellsmúla 28, 108 Reykjavík á persónuupplýsingum um viðskiptavini sína. Til einföldunar verður hér eftir talað um Löður ehf. sem „Löður“ eða „við“.
Löður heitir því að gæta fyllsta trúnaðar og virða rétt viðskiptavina sinna varðandi meðferð persónuupplýsinga um þá. Okkur er umhugað um persónuvernd og við viljum að viðskiptavinir okkar viti hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þá. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Til persónuupplýsinga getur t.d., en þó ekki tæmandi, talist netföng og símanúmer viðskiptavina, skráninganúmer ökutækja viðskiptavina og upplýsingar úr ökutækjaskrá, t.d. um skráða eigendur ökutækja sem nýta þjónustu okkar. Einnig upplýsingar um samskipti viðskiptavina við okkur sem og raðnúmer og dagsetning viðskipta.
Persónuverndarstefna Löðurs er aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins (www.lodur.is). Viðskiptavinum er bent á stefnuna í innskráningarferli þegar þeir sækja þjónustu frá okkur eða samstarfsaðila okkar, Parka Lausnir ehf., kt. 480616-2270, og eru beðnir um að samþykkja hana sérstaklega.
Persónuverndarlöggjöfin
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðeigandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
Ábyrgð
Löður ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni um viðskiptavini sína.
Tilgangur söfnunar persónuupplýsinga
Við söfnum og geymum persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar í eftirfarandi tilgangi:
Söfnun og notkun í markaðstengdum tilgangi
Ef viðskiptavinir samþykkja getum við notað persónuupplýsingarnar þeirra til að gera þeim kunnugt um almenn afsláttarkjör vara og/eða þjónustu frá okkur, eignartengdum félögum eða samstarfsaðilum og sent þeim annað markaðsefni sem við teljum að þeir gætu haft áhuga á. Auk þess getum við sent viðskiptavinum upplýsingar sem eru sérsniðnar að þeim svo sem tilboð á afmælisdegi þeirra eða markaðsefni sem beinist að búsetu þeirra. Þá getum við notað upplýsingar til að vinna tölfræðilegar upplýsingar í gæða- og markaðsstarfi. Þessi samskipti geta átt sér stað í gegnum tölvupóst, síma, bréfasendingar eða smáskilaboð. Við leitast eftir að stilla slík samskipti í hóf.
Innt er eftir samþykki viðskiptavina fyrir framangreindu við kaup á þjónustu, þ.m.t. í smáforriti Löðurs og á heimasíðu eða í smáforriti eða á heimasíðu samstarfsaðila, s.s. Parka Lausna ehf. Viðskiptavinir munu einnig geta komið samþykki sínu á framfæri með því að senda okkur tölvupóst á personuvernd@lodur.is eða hringja í okkur í síma 568-0000.
Viðskiptavinir geta afturkallað samþykki sitt hvenær sem er til að koma í veg fyrir að fá sendar upplýsingar í markaðstengdum tilgangi í framtíðinni. Viðskiptavinir geta afturkallað samþykki sitt með því að fara á heimasíðu okkar og afskrá sig, smella á tengil í tölvupósti sem þeir hafa fengið frá okkur, senda tölvupóst á personuvernd@lodur.is eða með því að hringja í 568-0000.
Miðlun
Við munum ekki miðla persónuupplýsingum um viðskiptavini til þriðju aðila án þess að samþykki viðskiptavinar fyrir miðluninni liggi fyrir, nema þar sem Löður er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í stefnu þessari.
Löðri er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki Löðurs, í þeim tilgangi að ljúka við verkefni fyrir Löður eða veita fyrirtækinu þjónustu eða afhenda því vöru sem það hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni, t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Löður deilir einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með fyrirtækinu við gæða- og markaðsstarf. Löður afhendir vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir vinnsluaðila í framangreindum tilgangi og gerir fyrirtækið þá samning þar sem það undirgengst skyldu um að halda upplýsingum um viðskiptavini öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.
Öryggi og verndun upplýsinga
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi og vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Löður hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir.
Við munum tilkynna viðskiptavinum án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrestur er varðar persónuupplýsingarnar þeirra, sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þá. Með öryggisbresti í framangreindum skilningi er átt við brest á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga sem eru sendar, varðveittar eða unnar á annan hátt, eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Athygli viðskiptavina er þó vakin á því að viðskiptavinur ber ábyrgð á eigin persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem viðskiptavinur kýs að deila á almennum vettvangi, t.d. í gegnum spjallrás eða samskiptamiðlum, s.s. Facebook og/eða Instagram síðu Löðurs.
Geymslutími gagna
Við leggjum kapp á að halda persónuupplýsingum um viðskiptavini nákvæmum og áreiðanlegum og uppfæra þær eftir þörfum. Við varðveitum persónuupplýsingar um viðskiptavini í þann tíma sem telst nauðsynlegur nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður samkvæmt lögum. Við munum yfirfara og endurskoða verkferla okkar varðandi varðveislu á persónuupplýsingum um viðskiptavini að jafnaði einu sinni á ári m.a. með tilliti til varðveislutíma þeirra. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að vinna með þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.
Réttindi viðskiptavina
Viðskiptavinir eiga rétt á og geta óskað eftir eftirfarandi upplýsingum og aðgerðum með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@lodur.is:
Beiðni viðskiptavina verður tekin til greina og viðskiptavinum veittar ofangreindar upplýsingar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. ef um er að ræða viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Athygli er vakin á að innheimt er sérstakt ljósritunargjald ef farið er fram á fleiri en eitt afrit af gönum. Viðskiptavini verður tilkynnt og honum gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar.
Ef viðskiptavinir eru ósáttir við vinnslu Löðurs á persónuupplýsingum geta þeir sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).
Persónuvernd barna
Heimasíða Löðurs er ætluð einstaklingum sem eru í það minnsta orðnir 17 ára og sama á við um smáforrit Löðurs. Við krefjumst þess að einstaklingar yngri en 17 ára gefi ekki upp persónuupplýsingar í gegnum síðuna eða smáforritið. Það er stefna okkar að hvorki safna né varðveita persónuupplýsingar um einstaklinga yngri en 17 ára.
Breytingar
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Viðskiptavinum er því ráðlagt að kynna sér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; http://www.lodur.is. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum viðskiptavini til að senda okkur fyrirspurnir.
Spurningar og aðstoð
Unnt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Löðurs í gegnum netfangið personuvernd@lodur.is. Einnig er hægt að hafa samband við okkur varðandi málefni er varða meðferð persónuupplýsinga með því að hringja í síma 568-0000 eða senda okkur bréf en þá skal umslagið merkt persónuverndarfulltrúa.
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19