Það er ánægjulegt að segja frá því að á dögunum hlutum við viðurkenningu frá Moodup fyrir að vera vinnustaður í fremstu röð árið 2024.
Moodup sér um mannauðsmælingar sem mæla starfsánægju og þar með eflir bæði stjórnendur, starfsumhverfið og bætir frammistöðu starfsfólks. Nafnleynd ríkir við kannanir og því örugg leið til að tjá sig um starfsumhverfið.
Til að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að mæla ánægju starfsfólks að minnsta kosti einu sinni á hverjum ársfjórðungi en við hjá Löður leggjum kannanir mánaðarlega fyrir okkar starfsfólk.
Fyrirtæki þurfa að bregðast við ábendingum og endurgjöf frá starfsfólki sem stjórnendur Löðurs bregðast við mánaðarlega í stjórnborði Moodup.
Að lokum þurfa fyrirtæki að ná árangursviðmiðum um starfsánægju í samanburði við aðra íslenska vinnustaði.
Við erum þakklát fyrir okkar frábæra starfsfólk og einstaklega stolt af þessari viðurkenningu enda leggjum við okkur mikið fram við að hlusta á okkar starfsfólk og veita þeim skemmtilegt starfsumhverfi. Besta leiðin til að gera viðskiptavini ánægða er að hafa ánægt starfsfólk.
Hlökkum til áframhaldandi gleði og löðrandi hamingju!
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19