Löður hefur tekið í notkun nýja snertilausa þvottastöð í Vestmannaeyjum, hjá dælum Orkunnar við Tvistinn á Faxastíg 36.
Þvottastöðin var opnuð formlega miðvikudaginn 7. febrúar en daginn áður bauðst Eyjabúum að prófa hana milli kl. 13:00 og 18:00 án
endurgjalds.
Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Eyjum síðan fyrir aldamót og ríkir því almenn ánægja meðal Vestmannaeyinga með þetta framtak Löðurs.
Með opnun í Vestmannaeyjum eru þvottastöðvar Löðurs orðnar 16 talsins: Af þeim eru 13 stöðvar á 11 mismunandi staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu, svo er ein á Akureyri og ein í Reykjanesbæ.
Þrjár þvottastöðvanna eru mannaðar: svampburstastöðin á Granda, snertilausa þvottastöðin á Dalvegi 22 í Kópavogi og svampþvottastöðin á Fitjum í Reykjanebæ.
Löður stefnir á að vera ávallt í fremstu röð þegar kemur að verndun umhverfisins og kappkostar að gera allar sínar þvottastöðvar eins umhverfisvænar og mögulegt er. Allur úrgangur sem til fellur í starfsemi Löðurs er flokkaður til endurvinnslu og allt plast er endurunnið í samstarfi við Pure North.
Við óskum Vestmannaeyingum til hamingju með hina nýju og glæsilegu þvottastöð um leið og við bjóðum þá velkomna með bílinn sinn í þvott allan sólarhringinn.
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19
Komdu í áskrift!
Opnunartímar
Virkir dagar 8-19